Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   lau 06. desember 2025 11:08
Brynjar Ingi Erluson
Betur fór en á horfðist með meiðsli Gísla Gotta
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Pólska félagið Lech Poznan hefur greint frá frábærum fréttum um Gísla Gottskálk Þórðarson en meiðsli hans eru ekki nærrri því jafn alvarleg og talið var í fyrstu.

Íslenski landsliðsmaðurinn sneri sig illa í leik með Poznan gegn Piast Gliwice í bikarleik á dögunum.

Óttast var að Gísli yrði lengi frá og talað um að hann hafi slitið liðbönd, en Poznan segir að það hafi farið betur en á horfðist.

„Gísli var með fyrstu gráðu tognun á liðböndum í vinstra hné. Það er gert ráð fyrir því að hann snúi aftur í janúar,“ sagði Rafal Hejna, yfirmaður læknateymisins hjá Poznan.

Gísli mun því missa af þremur leikjum með liðinu. Hann verður ekki með í Íslendingaslag gegn Cracovia um helgina, og missir af leikjunum tveimur gegn Mainz og Sigma Olomouc í Sambandsdeild Evrópu.

Hann lék sinn fyrsta A-landsleik í október og lék svo gegn Aserbaísjan í síðasta glugga. Þessi 21 árs leikmaður hefur spilað 18 leiki (9 í deildinni) og skorað eitt mark fyrir Lech Poznan á þessu tímabili.
Athugasemdir
banner