PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 07. desember 2025 14:25
Brynjar Ingi Erluson
Ætla að reyna við Salah í janúar - „Við erum algerlega sannfærðir um að hann muni koma“
Mo Salah
Mo Salah
Mynd: EPA
Samband Mo Salah og Arne Slot er ekki gott
Samband Mo Salah og Arne Slot er ekki gott
Mynd: EPA
Það leikur enginn vafi á því að Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, muni fara í úrvalsdeildina í Sádi-Arabíu en þetta segir stjórnandi deildarinnar í samtali við Telegraph í dag.

Al Hilal og Al Ittihad eru félögin sem munu berjast um Salah skyldi hann yfirgefa Liverpool.

Samkvæmt heimildum Telegraph er óvíst hvort félögin geti fengið hann í janúar en líklegasta sviðsmyndin var að þau myndu fá hann næsta sumar.

Aðstæður hafa breyst eftir að Salah hraunaði yfir Arne Slot og Liverpool eftir 3-3 jafnteflið gegn Leeds í gær en Salah sat á bekknum þriðja leikinn í röð.

Þar viðurkenndi Salah að hann hafi mögulega spilað sinn síðasta leik, nema stjórn Liverpool eða Slot bregðist við með einhverjum hætti.

Sádi-arabíska deildin mun nú skoða það hvort hægt sé að fá Salah í næsta mánuði eða hvort leikmaðurinn hafi bara sagt þessa hluti í bræði.

Talsmaður deildarinnar sagði þetta óneitanlega minna á þegar Cristiano Ronaldo fór í viðtal hjá Piers Morgan árið 2022 og gagnrýndi þar Erik ten Hag, stjóra Manchester United, en stuttu síðar yfirgaf Ronaldo United og samdi við Al Nassr.

Salah, sem er 33 ára gamall, gerði nýjan tveggja ára samning við Liverpool í sumar og ólíklegt að félagið muni leyfa honum að fara nema veglegt tilboð komi frá Sádi-Arabíu.

Árið 2023 lagði Al Ittihad fram 150 milljóna punda tilboð í Salah en því var hafnað.

„Við erum algerlega sannfærðir um að Mo Salah komi til Sádi-Arabíu. Það leikur enginn vafi á því, en við vitum ekki hvort það verði í janúar eða næsta sumar,“ sagði stjórnandi sádi-arabísku deildarinnar við Telegraph, en hann kom ekki fram undir nafni.

Næsti deildarleikur Liverpool er gegn Brighton en eftir það mun Salah fara með Egyptum á Afríkumótið.
Athugasemdir
banner
banner