Oliver Glasner þjálfari Crystal Palace svaraði spurningum eftir nauman sigur í Lundúnaslag gegn Fulham í dag.
Palace tók forystuna á útivelli en Fulham tókst að jafna og hélst staðan jöfn allt þar til á lokamínútunum, þegar fyrirliðinn eftirsótti Marc Guéhi skoraði með skalla eftir hornspyrnu.
„Við þurfum að fara vel yfir þennan leik til að greina hvað við máttum gera betur en ég er stoltur af hugarfari strákanna. Mér fannst gott að sjá að þeir reyndu ekki að verja jafnteflið heldur sóttu þeir til sigurs, það er mikilvægt. Þessi dugnaður og seigla skilaði þremur stigum að lokum," sagði Glasner.
„Það eru smáatriðin sem ákvarða úrslit leikja í þessari deild og við gerðum vel í dag. Ég er stoltur af baráttunni sem leikmenn sýndur, það er ástæða fyrir því að við erum á svona góðum stað á stöðutöflunni.
„Þetta var risastór frammistaða hjá strákunum og við vorum smá heppnir þegar Fulham fékk mark dæmt af vegna rangstöðu. Við vorum samt betri aðilinn stærsta hluta leiksins og áttum skilið að sigra. Strákarnir eiga hrós skilið."
Glasner hélt áfram og hrósaði Nathaniel Clyne í hástert ásamt þjálfarateyminu og læknateyminu.
„Að mínu mati var Nathaniel Clyne besti leikmaður vallarins. Hann er 34 ára gamall og gefur 100% á hverri einustu æfingu. Ég sagði við hann í gær að hann myndi byrja leikinn í dag og frammistaðan sýnir gæðin hans og persónuleika. Hann var frábær í dag. Hann býr yfir reynslu og þekkir tímasetningarnar vel. Hann aðlagaðist frábærlega að byrjunarliðinu.
„Við spiluðum þrjá daga í síðustu viku svo núna leið okkur eins og við værum í rosalegu fríi útaf því að það var vika á milli leikja. Strákarnir voru fullir af orku og ég verð að hrósa þjálfarateyminu og læknateyminu fyrir það. Þau eru frábær."
Spútnik lið Palace er óvænt í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir sigurinn.
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 15 | 10 | 3 | 2 | 28 | 9 | +19 | 33 |
| 2 | Man City | 15 | 10 | 1 | 4 | 35 | 16 | +19 | 31 |
| 3 | Aston Villa | 15 | 9 | 3 | 3 | 22 | 15 | +7 | 30 |
| 4 | Crystal Palace | 15 | 7 | 5 | 3 | 20 | 12 | +8 | 26 |
| 5 | Chelsea | 15 | 7 | 4 | 4 | 25 | 15 | +10 | 25 |
| 6 | Everton | 15 | 7 | 3 | 5 | 18 | 17 | +1 | 24 |
| 7 | Brighton | 15 | 6 | 5 | 4 | 25 | 21 | +4 | 23 |
| 8 | Sunderland | 15 | 6 | 5 | 4 | 18 | 17 | +1 | 23 |
| 9 | Liverpool | 15 | 7 | 2 | 6 | 24 | 24 | 0 | 23 |
| 10 | Tottenham | 15 | 6 | 4 | 5 | 25 | 18 | +7 | 22 |
| 11 | Newcastle | 15 | 6 | 4 | 5 | 21 | 19 | +2 | 22 |
| 12 | Man Utd | 14 | 6 | 4 | 4 | 22 | 21 | +1 | 22 |
| 13 | Bournemouth | 15 | 5 | 5 | 5 | 21 | 24 | -3 | 20 |
| 14 | Brentford | 15 | 6 | 1 | 8 | 21 | 24 | -3 | 19 |
| 15 | Fulham | 15 | 5 | 2 | 8 | 20 | 24 | -4 | 17 |
| 16 | Leeds | 15 | 4 | 3 | 8 | 19 | 29 | -10 | 15 |
| 17 | Nott. Forest | 15 | 4 | 3 | 8 | 14 | 25 | -11 | 15 |
| 18 | West Ham | 15 | 3 | 4 | 8 | 17 | 29 | -12 | 13 |
| 19 | Burnley | 15 | 3 | 1 | 11 | 16 | 30 | -14 | 10 |
| 20 | Wolves | 14 | 0 | 2 | 12 | 7 | 29 | -22 | 2 |
Athugasemdir


