Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á dagskrá á X977 í dag milli 12 og 14 eins og venjan er á laugardögum. Elvar Geir og Tómas Þór eru umsjónarmenn þáttarins.
Smelltu hér til að hlusta á X977 í beinni
Smelltu hér til að hlusta á X977 í beinni
Gestur þáttarins er Krisinn Ingi Lárusson, stjórnarmaður hjá Val. Valsmenn hafa heldur betur verið mikið í umræðunni en þeir héldu félagsfund á dögunum og fóru yfir stefnu sína og áform.
Sparkspekingurinn Baldur Sigurðsson ræðir stórtíðindin úr Vesmannaeyjum en Þorlákur Árnason sagði upp í vikunni.
Þá er farið yfir fréttir vikunnar, félagaskiptin, Siggi Raggi samdi í Færeyjum, ný landsliðstreyja var kynnt og betur fór en á horfðist hjá Gísla Gotta. HM drátturinn og enski boltinn koma líka við sögu.
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.
Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.
Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna
Athugasemdir



