Mainoo eftirsóttur - Forest ætlar að hækka verðmiðann á Anderson - Salah á förum?
banner
   lau 06. desember 2025 10:38
Brynjar Ingi Erluson
Tólf félög vilja Mainoo - Salah til Sádi-Arabíu?
Powerade
Mainoo er eftirsóttur
Mainoo er eftirsóttur
Mynd: EPA
Fer Salah til Sádi-Arabíu?
Fer Salah til Sádi-Arabíu?
Mynd: EPA
Mörg félög eru á eftir Kobbie Mainoo, Elliot Anderson mun kosta sitt og Mohamed Salah gæti farið til Sádi-Arabíu. Þetta og svo margt fleira í Powerade-slúðurpakka dagsins.

Enski miðjumaðurinn Kobbie Mainoo (20) mun hafa að minnsta kosti tólf valmöguleika ef Manchester United leyfir honum að fara á láni í janúar. (Mail)

Nottingham Forest er líklegt til að hækka verðmiðann á enska miðjumanninum Elliot Anderson (23) næsta sumar, en hann er nú metinn á 100 milljónir punda. (Football Insider)

Stjórnarmenn sádi-arabísku deildarinnar eru fullvissir um að geta fengið egypska sóknarmanninn Mohamed Salah (33) frá Liverpool á afsláttarverði í janúarglugganum. (I Paper)

Franska félagið Lyon er í viðræðum við Chelsea um varnarmanninn Axel Disasi (27). (L'Equipe)

Crystal Palace heldur áfram að fylgjast með stöðu enska varnarmannsins Max Kilman (28), sem er á mála hjá West Ham. (Football Insider)

Everton og West Ham hafa lagt fram fyrirspurnir um Yuri Alberto (24), framherja Corinthians í heimalandinu. (Teamtalk)

Flamengo er að undirbúa tilboð í Jhon Arias (28), vængmann Wolves, en hann gekk í raðir enska félagsins í sumarglugganum. (Ekrem Konur)

Manchester United og Tottenham eru að fylgjast með Nilson Angulo (22), framherja Anderlecht. (Teamtalk)

Ayyoub Bouaddi (18), leikmaður Lille, er að vekja áhuga stórliða í Evrópu, en Arsenal er talið líklegast til þess að reyna við franska miðjumanninn. (RMC Sport)
Athugasemdir
banner