BOSE bikarinn 2025 hefst á morgun með tveimur leikjum. Ríkjandi meistarar í Víkingi hefja leik gegn ÍA á heimavelli klukkan 12:00 í riðli 2 og klukkan 13:00 tekur KR á móti FH í riðli 1. Leikur KR og FH verður 3x30 mínútur.
Í dag varð breyting á mótinu þar sem Valur dró lið sitt úr keppni og Fylkir kom inn í keppnina. FH færðist úr riðli 2 í riðil 1 og Fylkir kemur inn í riðil 2.
„Mótshaldari vill koma þökkum til þjálfara liðanna með að halda góðum standard á BOSE mótinu. Það er mikilvægt að fá tvo fulla riðla og marga skemmtilega leiki spilaða í desember," segir Ágúst Gylfason sem heldur utan um mótið.
Riðlakeppnin verður spiluð 6.- 20. desember og úrslitaleikurinn fer svo fram í febrúar/mars.
Í dag varð breyting á mótinu þar sem Valur dró lið sitt úr keppni og Fylkir kom inn í keppnina. FH færðist úr riðli 2 í riðil 1 og Fylkir kemur inn í riðil 2.
„Mótshaldari vill koma þökkum til þjálfara liðanna með að halda góðum standard á BOSE mótinu. Það er mikilvægt að fá tvo fulla riðla og marga skemmtilega leiki spilaða í desember," segir Ágúst Gylfason sem heldur utan um mótið.
Riðlakeppnin verður spiluð 6.- 20. desember og úrslitaleikurinn fer svo fram í febrúar/mars.
Sigurvegari BOSE bikarsins fær að launum frábæran BOSE S1 Pro hátalara fyrir félagið sitt.
Riðill 1
KR
FH
Stjarnan
Riðill 2
Víkingur
ÍA
Fylkir
6. desember
12:00 Víkingur - ÍA (Víkingsvöllur)
13:00 KR - FH (Meistaravöllum)
13. desember
11:00 ÍA - Fylkir (Akraneshöllin)
14:00 Stjarnan - FH (Samsungvöllurinn)
17. desember
17:00 Víkingur - Fylkir (Víkingsvöllur)
20. desember
12:00 Stjarnan - KR (Samsungvöllurinn)
Athugasemdir



