Emre Belozoglu hefur verið ráðinn stjóri tyrkneska liðsins Kasimpasa. Andri Fannar Baldursson er leikmaður liðsins.
Belozoglu tekur við af Shota Arveladze sem var látinn taka pokann sinn eftir tap gegn Istanbul Basaksehir um helgina.
Belozoglu er 45 ára gamall Tyrki en hann lék m.a. með Inter og Newcastle á sínum ferli. Þá lék hann yfir 100 landsleiki fyrir hönd Tyrklands. Hann var síðast stjóri Antalyaspor.
Kasimpasa er í 14. sæti með 13 stig eftir 14 umferðir. Andri Fannar hefur komið við sögu í öllum leikjunum.
Athugasemdir



