Auðun Helgason verður áfram með Þrótt Vogum á komandi tímabili en þetta kemur fram í tilkynningu frá Vogamönnum í dag.
Auðun tók við Vogamönnum í lok febrúar og stýrði liðinu í 3. sæti 2. deildar karla í sumar.
Hann átti frábæran feril sem leikmaður með FH, Leiftri, Fram, Grindavík, Selfossi og Sindra ásamt því að hafa spilað í Belgíu, Noregi, Sviss og Svíþjóð sem atvinnumaður. Hann lék 35 A-landsleiki með Íslandi á sjö árum frá 1998 til 2005.
Árið 2013 aðstoðaði hann Ríkharð Daðason með þjálfun Fram sem varði bikarmeistari, en þeir félagarnir hættu með liðið í október sama ár. Hann þjálfaði þá Sindra í 2. deild árið 2016.
Hreinn Ingi Örnólfsson verður áfram aðstoðarþjálfari Vogamanna, en þetta er fjórða ár Hreins í röð hjá félaginu. Hann var tilnefndur í lið ársins í 2. deildinni hér á Fótbolta.net í haust, en alls hefur hann spilað 48 leiki og skorað 6 mörk fyrir félagið.
Athugasemdir

