Árni Elvar Árnason er genginn aftur til liðs við Leikni en hann kemur frá Fjölni. Hann kemur til með að vera leikmaður liðsins ásamt því að vera aðstoðarþjálfari 2. flokks.
Árni Elvar er fæddur árið 1996 og er uppalinn í Leikni. Hann gekk til liðs við Þór í fyrra og spilaði með liðinu í Lengjudeildinni. Hann færði sig til Fjölnis fyrir síðasta tímabil og spilaði 10 leiki þegar liðið féll úr Lengjudeildinni.
Árni Elvar er fæddur árið 1996 og er uppalinn í Leikni. Hann gekk til liðs við Þór í fyrra og spilaði með liðinu í Lengjudeildinni. Hann færði sig til Fjölnis fyrir síðasta tímabil og spilaði 10 leiki þegar liðið féll úr Lengjudeildinni.
Árni hefur spilað 216 leiki á ferlinum, þar af 128 fyrir Leikni, og skorað 10 mörk.
„Geggjað að vera kominn aftur heim í Breiðholtið. Þetta er minn klúbbur og ég er spenntur að taka slaginn með strákunum og gera mitt besta fyrir félagið," sagði Árni Elvar við undirskriftina.
Leiknir spilað í Lengjudeildinni næsta sumar en liðið hafnaði í 9. sæti deildarinnar á síðustu leiktíð.
Athugasemdir


