Salah orðaður við Sádi-Arabíu og Tyrkland - Man Utd fær samkeppni frá Real Madrid um grískan táning - Spurs gætu gert tilboð í Van Hecke
   fös 05. desember 2025 20:35
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Svekkjandi tap hjá Loga gegn Galatasaray - Daníel Freyr lagði upp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Logi Tómasson var í byrjunarliði Samsunspor sem tapaði gegn Galatasaray í tyrknesku deildinni í kvöld.

Leroy Sane og Victor Osimhen sáu til þess að Galatasaray var með 2-0 forystu í hálfleik. Samsunspor náði að jafna metin en Osimhen tryggði Galatasaray sigurinn með marki í uppbótatíma.

Samsunspor er í 5. sæti með 25 stig eftir 15 umferðir en Galatasaray er á toppnum með 36 stig.

Daníel Freyr Kristjánsson lagði upp mark Fredericia í 3-1 tapi gegn OB í dönsku deildinni. Fredericia er í 11. sæti með 14 stig eftir 18 umferðir.

Oliver Stefánsson var í byrjunarliði Tychy þegar liðið gerði 1-1 jafntefli Polonia Warszawa í næst efstu deild í Póllandi. Tychy er í 16. sæti með 13 stig eftir 19 umferðir.
Athugasemdir
banner