Mainoo, Konate og Mac Allister eftirsóttir - Tonali með heimþrá - Semenyo til Liverpool?
   fös 01. desember 2023 17:30
Elvar Geir Magnússon
Mainoo hefur sýnt að hann er tilbúinn
Hinn átján ára gamli miðjumaður Kobbie Mainoo byrjaði síðasta sunnudag í 3-0 sigri Manchester United gegn Everton og spilaði síðasta hálftímann gegn Galatasaray.

Táningurinn hefur fengið mikið lof og honum er spáð bjartri framtíð. Erik ten Hag segir Mainoo hafa sýnt að hann er tilbúinn að leggja sitt á vogarskálarnar.

„Hann sýndi það á sunnudaginn að hann er tilbúinn. Við þurfum að spila þrjá leiki í viku og reyna að ná því besta út úr þeim. Við erum með fleiri en ellefu leikmenn og það eru góðir kostir á miðsvæðinu," segir Ten Hag.

„Við þurfum að ná að dreifa álaginu og halda ferskleikanum. Mainoo er með mikla yfirsýn, það er eins og hann hafi mikinn tíma því hann hefur svo góða yfirsýn. Hann hleypur um og er meðvitaður um möguleikana og tekur réttar ákvarðanir. Hann getur hægt á leiknum eða hraðað hann upp, hann tekur réttar ákvarðanir."

Manchester United heimsækir Newcastle í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner