Madueke og Gyökeres til Arsenal - Kudus til Tottenham - Chelsea þarf að selja
   þri 03. janúar 2023 16:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Espanyol mótmælir niðurstöðu leiksins - Illskiljanlegt að Lewandowski fékk að spila
Lewandowski lék sér með boltann á æfingu á dögunum.
Lewandowski lék sér með boltann á æfingu á dögunum.
Mynd: EPA
Úr leiknum gegn Espanyol.
Úr leiknum gegn Espanyol.
Mynd: EPA
Í nóvember var Robert Lewandowski úrskurðaður í þriggja leikja bann fyrir rauða spjaldið sem hann fékk í leik Barcelona gegn Osasuna í upphafi mánaðarins. Lewandowski fékk tvö gul spjöld í leiknum og var seinna spjaldið fyrir olnbogaskot í andlit David Garcia. Aulaleikina tvo fékk Lewandowski vegna látbragðs í kjölfar rauða spjaldsins.

Lewandowski átti að taka út bannið í leikjum gegn Espanyol, Atletico Madrid og Getafe. Barcelona áfrýjaði banninu og var ekki komin niðurstaða eftir áfrýjunina þegar Barcelona mætti Espanyol í nágrannaslag í spænsku deildinni á gamlársdag. Barcelona fékk sérstakt leyfi til að spila Lewandowski í leiknum.

Pólski framherjinn spilaði þann leik og eru menn hjá Espanyol allt annað en sáttir með það. Leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. Espanyol sendi frá sér yfirlýsingu eftir leikinn þar sem segir að félagið ætli sér að nýta öll möguleg úrræði til að verja sína hagsmuni. Félagið sendi svo inn kvörtun þar sem sagt er að niðurstaðan að leyfa Lewandowski að spila leikinn hafi verið ólögleg og mótmæltu úrslitum leiksins.

Rökin hjá Espanyol eru þau að Lewandowski fékk tvö gul spjöld í leiknum gegn Osasuna, hefði undir öllum kringumstæðum átt að fara í eins leiks bann eftir þá útilokun og hefði það bann átt að vera tekið út í næsta leik eftir hana, burtséð frá aukaleikjunum tveimur.

Xavi, stjóri Barcelona, sagði á fréttamannafundi í dag að hann væri bjartsýnn á að Lewandowski gæti spilað gegn Atletico á sunnudag. Lewandowski verður ekki með í bikarleiknum gegn Intercity CF á morgun.

Hann tjáði sig einnig um ákvörðunina að tefla fram Lewandowski á gamlársdag. „Við höfum ekki gert neitt nema fylgt leiðbeiningum frá dómara. Það er óvissa hjá okkur og leikmanninnum á meðan málið er í gangi, við bíðum eftir niðurstöðu um áfrýjunina. Við undirbjuggum leikinn gegn Espanyol þannig að hann myndi ekki spila en svo gat hann spilað."

Lewandowski kom til Barcelona frá Bayern Munchen síðasta sumar og hefur hann skorað þrettán mörk í fimmtán deildarleikjum.

Sjá einnig:
Spánn: Lahoz lyfti gula spjaldinu fimmtán sinnum í grannaslagnum
Xavi: Getum talað um dómarann en þetta er okkur að kenna
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 38 28 4 6 102 39 +63 88
2 Real Madrid 38 26 6 6 78 38 +40 84
3 Atletico Madrid 38 22 10 6 68 30 +38 76
4 Athletic 38 19 13 6 54 29 +25 70
5 Villarreal 38 20 10 8 71 51 +20 70
6 Betis 38 16 12 10 57 50 +7 60
7 Celta 38 16 7 15 59 57 +2 55
8 Osasuna 38 12 16 10 48 52 -4 52
9 Vallecano 38 13 13 12 41 45 -4 52
10 Mallorca 38 13 9 16 35 44 -9 48
11 Valencia 38 11 13 14 44 54 -10 46
12 Real Sociedad 38 13 7 18 35 46 -11 46
13 Alaves 38 10 12 16 38 48 -10 42
14 Getafe 38 11 9 18 34 39 -5 42
15 Espanyol 38 11 9 18 40 51 -11 42
16 Sevilla 38 10 11 17 42 55 -13 41
17 Girona 38 11 8 19 44 60 -16 41
18 Leganes 38 9 13 16 39 56 -17 40
19 Las Palmas 38 8 8 22 40 61 -21 32
20 Valladolid 38 4 4 30 26 90 -64 16
Athugasemdir
banner
banner