Amorim langt frá því að hætta - Wirtz fundaði með City - Ensk stórlið vilja Rodrygo
   þri 03. janúar 2023 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Kvaratskhelia: Napoli lifir fyrir fótbolta
Mynd: EPA

Ítalska Serie A hefst aftur eftir HM hléið á morgun með heilli umferð en þar mætast meðal annars Inter og Napoli.


Napoli er á toppi deildarinnar og hefur unnið 13 leiki og gert tvö jafntefli í fimmtán leikjum.

Hinn 21 árs gamli Khvicha Kvaratskhelia gekk til liðs við félagið í sumar og hefur farið hamförum í deildinni. Hann er kominn með sex mörk og fimm stoðsendingar í 12 leikjum.

Kvaratskhelia eða Kvaradona eins og hann er kallaður elskar lífið í Naples.

„Borgin lifir fyrir fótbolta. Allir í Napoli skilja fótbolta. Sem leikmaður er það hvetjandi þegar öll borgin er að hvetja okkur og sýnir stöðugt ást sína á manni," sagði Kvaratskhelia.


Athugasemdir