Þrír á förum frá Man City - Dalot orðaður við Real Madrid - Framherji West Ham til Milan?
   þri 03. janúar 2023 15:39
Elvar Geir Magnússon
Segir Emi Martínez með 100% einbeitingu á Aston Villa
Unai Emery, stjóri Aston Villa, segist trúa því að markvörðurinn Emiliano Martínez sé 100% einbeittur á verkefni sitt hjá Villa eftir að hafa unnið heimsmeistaratitilinn með Argentínu.

Búist er við því að Martínez verði á varamannabekknum gegn Wolverhampton Wanderers á miðvikudaginn en hann var á bekknum í 2-0 sigri Villa gegn Tottenham á sunnudaginn.

Argentína vann Frakkland 4-2 í vítakeppni í úrslitaleiknum í Katar. Martínez fór hamförum í fagnaðarlátum sínum eftir leikinn.

„Nú er hann 100% fókuseraður á Aston Villa. Hann er okkur mjög mikilvægur og við erum stoltir af því að hann hafi unnið HM. Hann æfði á föstudaginn og laugardaginn og hefur nú náð fleiri æfingum svo ég tel að hann sé tilbúinn eftir hvíld og þennan sigur á HM," segir Emery.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 16 11 3 2 30 10 +20 36
2 Man City 16 11 1 4 38 16 +22 34
3 Aston Villa 16 10 3 3 25 17 +8 33
4 Chelsea 16 8 4 4 27 15 +12 28
5 Crystal Palace 16 7 5 4 20 15 +5 26
6 Liverpool 16 8 2 6 26 24 +2 26
7 Sunderland 16 7 5 4 19 17 +2 26
8 Man Utd 15 7 4 4 26 22 +4 25
9 Everton 16 7 3 6 18 19 -1 24
10 Brighton 16 6 5 5 25 23 +2 23
11 Tottenham 16 6 4 6 25 21 +4 22
12 Newcastle 16 6 4 6 21 20 +1 22
13 Fulham 16 6 2 8 23 26 -3 20
14 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
15 Brentford 16 6 2 8 22 25 -3 20
16 Nott. Forest 16 5 3 8 17 25 -8 18
17 Leeds 16 4 4 8 20 30 -10 16
18 West Ham 16 3 4 9 19 32 -13 13
19 Burnley 16 3 1 12 18 33 -15 10
20 Wolves 16 0 2 14 9 35 -26 2
Athugasemdir
banner
banner