Barcelona kom til baka og vann Real Valladolid í La Liga í kvöld. Börsungar eru komnir með sjö stiga forystu á Real Madrid sem á leik til góða á morgun.
Hansi Flick hvíldi menn vegna komandi undanúrslitaleiks gegn Inter í Meistaradeildinni en fyrri leikurinn endaði með 3-3 jafntefli og sá seinni verður á þriðjudaginn.
Börsungar lentu í kröppum dansi gegn Valladolid, sem er neðst í deildinni og var fallið fyrir leikinn. En botnliðið var óvænt með forystu í hálfleik eftir mark Ivan Sanchez.
Lamine Yamal byrjaði á bekknum en kom inn á 38. mínútu í stað Dani Rodriguez sem fór úr axlarlið en Rodriguez var að spila sinn fyrsta leik fyrir aðallið Barcelona.
Barcelona náði að jafna með sextánda marki Raphinha og Fermín López skoraði svo sigurmarkið með hnitmiðuðu skoti frá vítateigsendanum.
Mörkin í leiknum hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Hector Fort skaut í stöngina og bjargað var á línu frá Yamal. Valladolid fékk einnig færi til að jafna seint í lokin.
Barcelona er ósigrað í fimmtán síðustu leikjum. Real Madrid mætir Celta Vigo í hádeginu á morgun og fær þá tækifæri til að minnka forystu Börsunga í fjögur stig en El Clasico verður svo um næstu helgi.
Hansi Flick hvíldi menn vegna komandi undanúrslitaleiks gegn Inter í Meistaradeildinni en fyrri leikurinn endaði með 3-3 jafntefli og sá seinni verður á þriðjudaginn.
Börsungar lentu í kröppum dansi gegn Valladolid, sem er neðst í deildinni og var fallið fyrir leikinn. En botnliðið var óvænt með forystu í hálfleik eftir mark Ivan Sanchez.
Lamine Yamal byrjaði á bekknum en kom inn á 38. mínútu í stað Dani Rodriguez sem fór úr axlarlið en Rodriguez var að spila sinn fyrsta leik fyrir aðallið Barcelona.
Barcelona náði að jafna með sextánda marki Raphinha og Fermín López skoraði svo sigurmarkið með hnitmiðuðu skoti frá vítateigsendanum.
Mörkin í leiknum hefðu hæglega getað orðið mun fleiri. Hector Fort skaut í stöngina og bjargað var á línu frá Yamal. Valladolid fékk einnig færi til að jafna seint í lokin.
Barcelona er ósigrað í fimmtán síðustu leikjum. Real Madrid mætir Celta Vigo í hádeginu á morgun og fær þá tækifæri til að minnka forystu Börsunga í fjögur stig en El Clasico verður svo um næstu helgi.
Valladolid 1 - 2 Barcelona
1-0 Ivan Sanchez ('6 )
1-1 Raphinha ('54 )
1-2 Fermin Lopez ('60 )
Las Palmas 2 - 3 Valencia
0-1 Hugo Duro ('22 )
1-1 Sandro Ramirez ('45 , víti)
1-2 Hugo Duro ('58 )
1-3 Alex Suarez ('75 , sjálfsmark)
2-3 Oli McBurnie ('83 )
Alaves 0 - 0 Atletico Madrid
Villarreal 4 - 2 Osasuna
1-0 Ayoze Perez ('2 )
2-0 Thierno Barry ('33 )
3-0 Ayoze Perez ('39 )
3-1 Ruben Garcia ('66 )
4-1 Nicolas Pepe ('71 )
4-2 Aimar Oroz ('81 , víti)
Stöðutaflan
Spánn
La Liga - karlar

L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Barcelona | 34 | 25 | 4 | 5 | 91 | 33 | +58 | 79 |
2 | Real Madrid | 33 | 22 | 6 | 5 | 66 | 31 | +35 | 72 |
3 | Atletico Madrid | 34 | 19 | 10 | 5 | 56 | 27 | +29 | 67 |
4 | Athletic | 33 | 16 | 12 | 5 | 50 | 26 | +24 | 60 |
5 | Villarreal | 34 | 16 | 10 | 8 | 60 | 47 | +13 | 58 |
6 | Betis | 33 | 15 | 9 | 9 | 50 | 41 | +9 | 54 |
7 | Celta | 33 | 13 | 7 | 13 | 50 | 49 | +1 | 46 |
8 | Osasuna | 34 | 10 | 14 | 10 | 42 | 50 | -8 | 44 |
9 | Vallecano | 34 | 11 | 11 | 12 | 36 | 42 | -6 | 44 |
10 | Mallorca | 33 | 12 | 8 | 13 | 31 | 38 | -7 | 44 |
11 | Valencia | 34 | 10 | 12 | 12 | 40 | 51 | -11 | 42 |
12 | Real Sociedad | 33 | 12 | 6 | 15 | 32 | 37 | -5 | 42 |
13 | Getafe | 34 | 10 | 9 | 15 | 31 | 31 | 0 | 39 |
14 | Espanyol | 33 | 10 | 9 | 14 | 35 | 42 | -7 | 39 |
15 | Sevilla | 33 | 9 | 10 | 14 | 35 | 44 | -9 | 37 |
16 | Alaves | 34 | 8 | 11 | 15 | 35 | 46 | -11 | 35 |
17 | Girona | 33 | 9 | 8 | 16 | 40 | 52 | -12 | 35 |
18 | Las Palmas | 34 | 8 | 8 | 18 | 40 | 56 | -16 | 32 |
19 | Leganes | 33 | 6 | 12 | 15 | 30 | 49 | -19 | 30 |
20 | Valladolid | 34 | 4 | 4 | 26 | 25 | 83 | -58 | 16 |
Athugasemdir