Fulham horfir hýru auga til ítalska framherjans Moise Kean, liðsfélaga Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina.
Kean hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og hefur einungis skorað tvö mörk. Eftir gott síðasta tímabil skrifaði hann undir framlengingu við Fiorentina í sumar, en gæti verið á förum í janúar.
Kean hefur átt erfitt uppdráttar á tímabilinu og hefur einungis skorað tvö mörk. Eftir gott síðasta tímabil skrifaði hann undir framlengingu við Fiorentina í sumar, en gæti verið á förum í janúar.
Ítalskir fjölmiðlar greina frá því að Fulham sé að undirbúa tilboð í leikmanninn. Félagið vill styrkja sóknarlínuna þar sem Rodrigo Muniz er enn að ná sér eftir meiðsli og Raul Jimenez hefur átt erfitt tímabil.
Ef Kean gengur til liðs við Fulham mun hann endurnýja kynnin við Marco Silva, en Silva stýrði Everton á þeim tíma sem Kean lék í Bítlaborginni.
Athugasemdir




