„Ég er ánægður, við höfum beðið lengi eftir þessum sigri. En við getum ekki fagnað of mikið því það er annar mikilvægur leikur á næstunni," sagði Albert Guðmundsson eftir 2-1 sigur Fiorentina gegn Dynamo Kyiv í Sambandsdeildinni í kvöld.
Albert skoraði sigurmarkið en þetta var kærkominn sigur. Liðið hafði ekki unnið í síðustu níu leikjum í öllum keppnum.
Albert skoraði sigurmarkið en þetta var kærkominn sigur. Liðið hafði ekki unnið í síðustu níu leikjum í öllum keppnum.
„Ég reyni alltaf að gera gæfumuninn þegar ég spila, það skiptir ekki máli hvort við séum að vinna eða tapa. Ég skipti sköpum í dag og er ánægður," sagði Albert.
Albert segir að liðið geti ekki fagnað þessum sigri þar sem liðið þarf að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik gegn Hellas Verona á sunnudaginn. Fiorentina er á botninum í ítölsku deildinni með sex stig en Verona er í næst neðsta sæti með níu stig.
Athugasemdir



