Stale Solbakken, þjálfari Noregs, hefur skrifað undir tveggja ára framlengingu á samningi sínum við norska knattspyrnusambandið og er hann nú samningsbundinn til ársins 2028.
Solbakken tók við landsliðinu af Lars Lagerback fyrir fimm árum. Í nýafstaðinni undankeppni valtaði liðið yfir sinn riðil. Liðið vann alla sína leiki og endaði með markatöluna: 37-5.
Norðmenn tryggðu sér því örugglega á HM sem fer fram í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári. Verður þetta í fyrsta sinn frá 1998 þar sem Noregur verður með á HM.
Á HM verður Noregur í riðli með Frökkum og Senegölum á HM, ásamt og sigurliðinu í umspilinu þar sem Bólivía, Súrinam og Írak mætast.
Athugasemdir





