Xabi Alonso er undir mikilli pressu eftir slakt gengi Real Madrid að undanförnu. Liðið hefur aðeins unnið tvo af síðustu átta leikjum sínum í öllum keppnum.
The Athletic segir þó frá því að stjórn félagsins hafi ekki íhugað að reka hann eftir 2-1 tap gegn Man City í Meistaradeildinni í gær. VIðvörunarbjöllur munu hins vegar fara í gang ef liðið spilar illa og tapar gegn Alaves um helgina í spænsku deildinni.
The Athletic segir þó frá því að stjórn félagsins hafi ekki íhugað að reka hann eftir 2-1 tap gegn Man City í Meistaradeildinni í gær. VIðvörunarbjöllur munu hins vegar fara í gang ef liðið spilar illa og tapar gegn Alaves um helgina í spænsku deildinni.
Talið er að Alvaro Arbeloa, stjóri varaliðsins, sé líklegastur til að taka við af Alonso verði hann rekinn. Alonso og Arbeloa voru samherjar hjá Liverpool frá 2007-2009 og hjá Real Madrid frá 2009-2014.
Einhverjar sögusagnir hafa verið um endurkomu Zinedine Zidane en The Athletic segir að það sé ólíklegt að svo stöddu.
Athugasemdir




