Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
banner
   fös 12. desember 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Stoltastur af kaupunum á Dorgu
Mynd: EPA
Sticchi Damiani, forseti Lecce, var gríðarlega ánægður með Patrick Dorgu sem hann seldi til Man Utd fyrir tæpu ári síðan.

Dorgu gekk til liðs við Lecce árið 2022 frá Nordsjælland í Danmörku en hann spilaði 57 leiki fyrir Lecce á einu og hálfu tímabili.

„Dorgu er fulltrúi Lecce módelsins á allan hátt. Hann var í varaliðinu í eitt ár, spilaði í sex mánuði í Serie A áður en hann var seldur til Man Utd fyrir 38 milljónir evra," sagði Damiani.

„Hann er tákn um gæði félagsins, það veitir manni líka mikið stolt að eiga viðskipti við Man Utd á markaðnum."

Ruben Amorim hefur ekki verið nægilega ánægður með Dorgu á tímabilinu en hann hefur sagt að hann stressist allur upp þegar Dorgu fær boltann.
Athugasemdir
banner