Reykjavíkurmótið hófst í kvöld með leik Leiknis og Víkings í Breiðholti.
Gestirnir í Víkingi voru með örugga 4-1 forystu í hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvennu, Óskar Borgþórsson og hinn 16 ára gamli Þorri Ingólfsson skoruðu sitthvort markið.
Gestirnir í Víkingi voru með örugga 4-1 forystu í hálfleik. Gylfi Þór Sigurðsson skoraði tvennu, Óskar Borgþórsson og hinn 16 ára gamli Þorri Ingólfsson skoruðu sitthvort markið.
Þorri gerði sér lítið fyrir og skoraði fernu í 5-3 sigri gegn ÍA í Bose-bikarnum á dögunum.
Leiknum lauk með 5-2 sigri Víkings í kvöld en Helgi Guðjónsson skoraði fimmta mark Víkings í seinni hálfleik. Róbert Quental Árnason og Shkelzen Veseli skoruðu mörk Leiknis.
Athugasemdir





