Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fös 12. desember 2025 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Unglingar kveiktu í stúku eftir að liðið féll
Þessi mynd tengist fréttinni ekki beint
Þessi mynd tengist fréttinni ekki beint
Mynd: EPA
Þrír finnskir unglingar voru yfirheyrðir af lögreglu eftir að það kviknaði í stúku á heimavelli finnska liðsins FC Haka.

Haka er sigursælt félag en liðið hefur unnið finnsku deildina níu sinnum og bikarinn tólf sinnum. Liðið féll hins vegar á síðasta tímabili.

Lögreglan staðfesti að þrír 15 ára gamlir unglingar voru yfirheyrðir og einn játaði að hafa kveikt í hlut sem endaði með því að stúkan brann til kaldra kola.

Vegna aldurs verða þremenningarnir ekki ákærðir fyrir verknaðinn. Félagið hefur sett af stað fjáröflun til að hjálpa til við að laga stúkuna. Það er ljóst að þetta er mikið áfall fyrir félagið eftir arfaslakt tímabil.


Athugasemdir
banner
banner
banner