Þrír finnskir unglingar voru yfirheyrðir af lögreglu eftir að það kviknaði í stúku á heimavelli finnska liðsins FC Haka.
Haka er sigursælt félag en liðið hefur unnið finnsku deildina níu sinnum og bikarinn tólf sinnum. Liðið féll hins vegar á síðasta tímabili.
Haka er sigursælt félag en liðið hefur unnið finnsku deildina níu sinnum og bikarinn tólf sinnum. Liðið féll hins vegar á síðasta tímabili.
Lögreglan staðfesti að þrír 15 ára gamlir unglingar voru yfirheyrðir og einn játaði að hafa kveikt í hlut sem endaði með því að stúkan brann til kaldra kola.
Vegna aldurs verða þremenningarnir ekki ákærðir fyrir verknaðinn. Félagið hefur sett af stað fjáröflun til að hjálpa til við að laga stúkuna. Það er ljóst að þetta er mikið áfall fyrir félagið eftir arfaslakt tímabil.
????????| BREAKING: After FC Haka were ???????????????????????????????????? to the second division in Finland, a group of three minor fans set fire to the stadium stands.pic.twitter.com/Z89BrKbmaO
— CentreGoals. (@centregoals) December 11, 2025
Athugasemdir




