Sádar gera allt til að fá Salah - Semenyo vill helst fara til Liverpool - Liverpool og Barca vilja Guehi
banner
   fim 11. desember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þorbjörg Jóna komin til ÍA (Staðfest)
Kvenaboltinn
Mynd: ÍA
Þorbjörg Jóna Garðarsdóttir er gengin til liðs við ÍA eftir þrjú ár með Aftureldingu í Lengjudeildinni.

Þorbjörg Jóna er fædd 1997 og hefur spilað yfir 200 keppnisleiki með meistaraflokki. Hún hóf ferilinn með Einherja og á einnig leiki að baki fyrir Grindavík.

Þorbjörg spilar sem miðvörður og getur einnig leyst stöðu bakvarðar. Hún eykur breiddina í hópi ÍA fyrir komandi átök í Lengjudeildinni.

Skagastúlkur héldu sér uppi með 21 stig úr 18 leikjum í sumar á meðan Þorbjörg féll með Aftureldingu.


Athugasemdir
banner
banner
banner