Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fim 11. desember 2025 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Efnilegur Bliki á reynslu hjá austurrísku meisturunum
Mynd: Aðsend
Kristófer Logi Erlingsson er þessa vikuna á reynslu hjá austurríska félaginu Sturm Graz. Sturm Graz vann austurrísku deildina á síðasta tímabili, annað árið í röð og í fimmta sinn í sögunni, og er sem stendur í 2. sæti deildarinnar.

Kristófer er efnilegur framherji, fæddur árið 2009 og varð Íslandsmeistari með 3. flokki Breiðabliks í sumar. Hann var á meðal markahæstu manna í öllum þremur lotunum í sumar.

Kristófer hefur æft með Breiðabliki síðastliðin sex ár eftir að hafa verið í Svíþjóð í sjö ár þar á undan.

Hann fór fyrr á þessu ári á reynslu til SJK í Finnlandi og stóð sig vel.

Hann æfir með varaliði Sturm Graz, Sturm Graz II, sem spilar í næstefstu deild Austurríkis.
Athugasemdir
banner