Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
   fim 11. desember 2025 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Evrópudeildin: Ferguson með tvennu í sigri Roma - Stórt tap hjá Brann
Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson
Mynd: EPA
Evan Ferguson
Evan Ferguson
Mynd: EPA
Írski landsliðsmaðurinn Evan Ferguson skoraði tvennu þegar Roma vann öruggan sigur gegn Celtic í Evrópudeildinni í kvöld.

Liam Scales varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark og koma Roma yfir. Ferguson bætti tveimur mörkum við fyrir lok fyrri hálfleiks. Í blálok fyrri hálfleiks fékk Celtic vítaspyrnu þegar Arne Engels féll í teignum. Hann fór sjálfur á punktinn en skaut í stögnina.

Roma er í 10. sætimeð 12 stig en Celtic er í 24. sætimeð sjö stig.

Evan Guessand kom Aston Villa yfir gegn Basel á útivelli eftir vandræðagang í vörn Basel. Flavius Daniliuc jafnaði metin þegar hann skoraði eftir fyrirgjöf frá Xherdan Shaqiri.

Yuri Tielemans kom inn á hjá Aston Villa í hálfleik og hann tryggði liðinu stigin þrjú þegar hann skoraði með skoti fyrir utan teiginn. Aston Villa er í 3. sæti með 15 stig, jafn mörg stig og Lyon og Midtjylland sem eru í tveimur efstu sætunum.

Lærisveinar Freys Alexanderssonar í Brann steinlágu 4-0 gegn Fenerbahce. Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson voru ekki með Brann vegna meiðsla. Freyr fékk gula spjaldið eftir að Eivind Fauske Helland, varnarmaður Brann, var rekinn af velli.

Brann er í 22. sæti með 8 stig en Fenerbahce er í 12. sæti með 11 stig.

Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos sem gerði markalaust jafntefli gegn Viktoria Plzen þrátt fyrir að vera manni fleiri frá 32. mínútu. Bæði lið eru með 10 stig í 14. og 15. sæti.

Daníel Tristan Guðjohnsen kom inn á undir lokin þegar Malmö tapaði 2-0 gegn Porto. Malmö er aðeins með eitt stig en Porto er í 8. sæti með 13 stig.

Lyon komst upp fyrir Midtjylland á toppinn eftir sigur á Go Ahead Eagles.

Steaua 4 - 3 Feyenoord
1-0 Siyabonga Ngezana ('11 )
1-1 Casper Tengstedt ('41 )
1-2 Quinten Timber ('44 )
1-3 Leo Sauer ('51 )
2-3 Mihai Toma ('54 )
3-3 Mamadou Thiam ('87 )
4-3 Florin Tanase ('90 )

Celtic 0 - 3 Roma
0-1 Liam Scales ('6 , sjálfsmark)
0-2 Evan Ferguson ('36 )
0-3 Evan Ferguson ('45 )
0-3 Arne Engels ('45 , Misnotað víti)
1-3 Kelechi Iheanacho ('64 )

Celta 1 - 2 Bologna
1-0 Bryan Zaragoza ('17 )
1-1 Federico Bernardeschi ('65 , víti)
1-2 Federico Bernardeschi ('75 )

Basel 1 - 2 Aston Villa
0-1 Evann Guessand ('12 )
1-1 Flavius Daniliuc ('34 )
1-2 Youri Tielemans ('53 )

Freiburg 1 - 0 Salzburg
1-0 Soumaila Diabate ('50 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Petar Ratkov, Salzburg ('37)

Panathinaikos 0 - 0 Plzen
Rautt spjald: Vaclav Jemelka, Plzen ('32)

Porto 2 - 1 Malmo FF
1-0 Samu Aghehowa ('30 )
2-0 Samu Aghehowa ('36 )
2-1 Francisco Moura ('90 , sjálfsmark)

SK Brann 0 - 4 Fenerbahce
0-1 Muhammed Kerem Akturkoglu ('5 )
0-2 Anderson Talisca ('36 )
0-3 Anderson Talisca ('44 )
0-4 Anderson Talisca ('65 )
Rautt spjald: Eivind Helland, SK Brann ('18)

Lyon 2 - 1 Go Ahead Eagles
1-0 Afonso Moreira ('3 )
1-1 Milan Smit ('6 )
2-1 Pavel Sulc ('11 )
Athugasemdir
banner
banner
banner