Gabriel Jesus, framherji Arsenal, spilaði hálftíma þegar liðið vann 3-0 sigur á Club Brugge í Meistaradeildinni í gær. Þetta var fyrsti leikurinn hans í tæpt ár.
Hann sleit krossband í leik gegn Man Utd í þriðju umferð enska bikarsins í janúar.
Hann sleit krossband í leik gegn Man Utd í þriðju umferð enska bikarsins í janúar.
„Síðasta tímabil var ekki auðvelt fyrir mig. Ég byrjaði að spila og skora og svo gerist þetta. Fyrstu tvær til þrjár vikurnar spurði ég af hverju þetta kom fyrir mig. Ég áttaði mig á því að ég þurfti að vera nær Jesú og guði og lesa Biblíuna," sagði Jesus.
„Það hjálpaði mér svo mikið. Það hjálpaði mér að trúa að ég væri sonur guðs og ég gat gert allt ef ég taldi það vera áætlun guðs. Ég er 100% viss umað ég hefði ekki getað komið sterkari til baka ef ég hefði ekki lesið Biblíuna."
Athugasemdir


