Harvey Elliott er ekki í náðinni hjá Unai Emery, stjóra Aston Villa og hefur hann einungis komið við sögu í fimm leikjum liðsins á tímabilinu.
Villa fékk Elliott á láni frá Liverpool í sumarglugganum með 35 milljóna punda kaupskyldu ef hann spilar tíu leiki fyrir félagið. Ólíklegt er að hann spili leikina tíu, en Liverpool á möguleika á að kalla hann til baka úr láni í janúarglugganum.
Villa fékk Elliott á láni frá Liverpool í sumarglugganum með 35 milljóna punda kaupskyldu ef hann spilar tíu leiki fyrir félagið. Ólíklegt er að hann spili leikina tíu, en Liverpool á möguleika á að kalla hann til baka úr láni í janúarglugganum.
Emery var spurður út í Elliott fyrir leik Villa gegn Basel í Evrópudeildinni í dag. Elliott ferðaðist ekki með liðinu til Sviss.
„Við erum að ræða við hann og um stöðu hans. Vonandi getum við fundið bestu lausnina fyrir hann og fyrir okkur. Ég ber mikla virðingu fyrir honum sem leikmanni og sem persónu. Hann æfir vel, en það eru sérstakar aðstæður hjá honum.
Vonandi getum við fundið lausn fyrir hann svo hann geti spilað reglulega og haldið ferli sínum áfram, hvort sem það verður með okkur eða ekki.“
Athugasemdir



