Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
banner
   fim 11. desember 2025 11:00
Elvar Geir Magnússon
Freyr sýndi sjö mínútna myndband af Asensio sem spilar svo ekki
Asensio verður ekki með í kvöld.
Asensio verður ekki með í kvöld.
Mynd: EPA
Freyr Alexandersson.
Freyr Alexandersson.
Mynd: EPA
Freyr Alexandersson og lærisveinar í norska liðinu Brann taka á móti tyrkneska liðinu Fenerbahce í Evrópudeildinni í kvöld. Í undirbúningi fyrir leikinn lagði Freyr lagði áherslu á að halda Marco Asensio niðri.

Þessi fyrrum leikmaður Aston Villa, PSG og Real Madrid verður hinsvegar ekki með í kvöld vegna meiðsla.

„Það hefði verið gaman að sjá toppleikmann eins og Asensio á vellinum. Á fundi fyrir leikinn horfðum við á sjö mínútna myndband af Asensio spila. Eftir það komumst við að því að hann myndi ekki spila leikinn," sagði Freyr á fréttamannafundi.

Hann segir að það yrði sögulegt fyrir félagið ef það myndi ná að vinna Fenerbahce.

„Ef við vinnum verður það söguleg stund. Ef við fáum ekki öll stigin verða það ekki of mikil vonbrigði. Þetta er Evrópudeildin, engin Mikka mús keppni. Við erum tilbúnir í þá áskorun að mæta Fenerbahce."

Það vantar íslensku leikmennina í lið Brann þar sem Sævar Atli Magnússon og Eggert Aron Guðmundsson eru báðir á meiðslalistanum og koma ekki meira við sögu í deildarkeppni Evrópudeildarinnar. Brann er sem stendur í umspilssæti í Evrópudeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner