Franski framherjinn Karim Benzema er ekki búinn að gefa upp vonina á að fara á HM næsta sumar með franska landsliðinu.
Hann spilaði aðeins á HM 2014 í Brasilíu. Hann var ekki valinn fjórum árum seinna þar sem hann var í miðjunni á kynlífsskandal. Hann var valinn í hópinn árið 2022 en meiddist og hefur ekki verið í hópnum síðan.
Hann spilaði aðeins á HM 2014 í Brasilíu. Hann var ekki valinn fjórum árum seinna þar sem hann var í miðjunni á kynlífsskandal. Hann var valinn í hópinn árið 2022 en meiddist og hefur ekki verið í hópnum síðan.
„Hver vill ekki spila á HM? Það vilja það allir. Ég elska fótbolta og að keppa. Ég væri að ljúga ef ég myndi segja nei við franska landsliðið og tækifæri á að spila á HM. Ef ég fæ kallið mun ég fara og spila fótbolta," sagði Benzema.
Benzema er orðinn 37 ára gamall og spilar með Al-Ittihad í Sádi-Arabíu. Hann hefur spilað 97 landsleiki fyrir Frakland og skorað 37 mörk.
Athugasemdir



