Natasha Anasi-Erlingsson er gengin í raðir Grindavíkur/Njarðvíkur, hún var tilkynnt á fréttamannafundi sem nýr leikmaður félagsins í dag. Natasha skrifar undir eins árs samning við Grindavík/Njarðvík sem endaði í 2. sæti Lengjudeildarinnar í ár og verður í Bestu deildinni á næsta tímabili.
Natasha er 34 ára og lenti í því óláni að slíta krossband í ágúst og verður því frá fram á næsta ár.
Hún býr yfir mikilli reynslu, spilaði fyrst á Íslandi um mitt sumar 2014 og á að baki rúmlega 150 deildarleiki á Íslandi. Hún lék með ÍBV, Keflavík og Breiðabliki áður en kallið kom frá Noregi þar sem hún samdi við Brann. Þar glímdi hún við erfið meiðsli og sneri svo til Vals í sumarglugganum 2024.
Natasha er 34 ára og lenti í því óláni að slíta krossband í ágúst og verður því frá fram á næsta ár.
Hún býr yfir mikilli reynslu, spilaði fyrst á Íslandi um mitt sumar 2014 og á að baki rúmlega 150 deildarleiki á Íslandi. Hún lék með ÍBV, Keflavík og Breiðabliki áður en kallið kom frá Noregi þar sem hún samdi við Brann. Þar glímdi hún við erfið meiðsli og sneri svo til Vals í sumarglugganum 2024.
Natasha er fædd í Bandaríkjunum og fékk árið 2019 íslenskan ríkisborgararétt. Hún á að baki níu leiki í íslensku landsliðstreyjunni og hefur skorað eitt mark fyrir landsliðið. Hún var í landsliðshópnum sem fór á EM í Sviss í sumar.
Natasha er fyrsti leikmaðurinn sem Grindavík/Njarðvík krækir í eftir tímabilið. Hún er eiginkona Rúnars Inga Erlingssonar sem er þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í körfubolta.
Hún verður í viðtali hér á Fótbolti.net seinna í dag.
Athugasemdir



