Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 11:46
Elvar Geir Magnússon
Mynd af Trent eyðilögð á degi endurkomunnar - „Bless rotta“
Mynd: Skjáskot
Það er líklegt að Trent Alexander-Arnold fái óblíðar móttökur þegar Liverpool og Real Madrid mætast í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta verður fyrsta endurkoma hans til Liverpool sem leikmaður annars félags.

Að morgni leikdags var veggmynd af Trent nálægt Anfield eyðilögð.

Veggmyndin er með tilvísun í ummæli Trent eftir að hann vann Meistaradeildina með Liverpool. „Ég er bara venjulegur gaur frá Liverpool sem hefur fengið drauma sína uppfyllta."

Nú er búið að skvetta hvítri málningu á myndina og skrifa 'Adios El Rata' eða „Bless rotta“

Margir stuðningsmenn Liverpool voru reiðir þegar leikmaðurinn lét samning sinn renna út og samdi við Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner