Það er líklegt að Trent Alexander-Arnold fái óblíðar móttökur þegar Liverpool og Real Madrid mætast í Meistaradeildinni í kvöld. Þetta verður fyrsta endurkoma hans til Liverpool sem leikmaður annars félags.
Að morgni leikdags var veggmynd af Trent nálægt Anfield eyðilögð.
Veggmyndin er með tilvísun í ummæli Trent eftir að hann vann Meistaradeildina með Liverpool. „Ég er bara venjulegur gaur frá Liverpool sem hefur fengið drauma sína uppfyllta."
Að morgni leikdags var veggmynd af Trent nálægt Anfield eyðilögð.
Veggmyndin er með tilvísun í ummæli Trent eftir að hann vann Meistaradeildina með Liverpool. „Ég er bara venjulegur gaur frá Liverpool sem hefur fengið drauma sína uppfyllta."
Nú er búið að skvetta hvítri málningu á myndina og skrifa 'Adios El Rata' eða „Bless rotta“
Margir stuðningsmenn Liverpool voru reiðir þegar leikmaðurinn lét samning sinn renna út og samdi við Real Madrid.
Athugasemdir



