Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 20:43
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Erfitt að skilja af hverju þeir dæmdu mark
Mynd: Man City
Mynd: EPA
Pep Guardiola þjálfari Manchester City var kátur eftir góðan sigur á heimavelli gegn Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Erling Haaland skoraði tvennu í fyrri hálfleik áður en Nico O'Reilly kláraði dæmið með marki í síðari hálfleik svo lokatölur urðu 3-1. Bæði mörk Haaland komu eftir að hann slapp innfyrir háa varnarlínu Bournemouth.

„Bournemouth eru meðal erfiðustu andstæðinga sem við mætum í þessari deild en við fundum réttan takt og áttum mjög góðan leik. Þeir spiluðu líka góðan leik og sýndu það sérstaklega í síðari hálfleik hvað þeir geta verið hættulegir. Þeir eru ótrúlega sterkir, velgengni þeirra á síðustu leiktíð kom mér ekki á óvart. Þeir misstu þrjá af fjórum úr varnarlínunni sinni í sumar og eru samt í toppbaráttunni," sagði Guardiola, en City á heimaleiki við Borussia Dortmund og Liverpool fyrir landsleikjahlé.

„Við pressuðum mjög vel, vörðumst frábærlega og svo réði Erling úrslitum með mörkunum sínum. Núna er mikilvæg vika framundan sem kallar á alla okkar einbeitingu."

Guardiola var einnig spurður út í markið sem Bournemouth skoraði í leiknum, þar sem Gianluigi Donnarumma markvörður vildi fá dæmda aukaspyrnu fyrir brot.

„Þegar þú horfir á endursýninguna þá er mjög erfitt að skilja af hverju þeir dæmdu mark."

Pep hrósaði Haaland sérstaklega eftir lokaflautið en sagði að Norðmaðurinn getur enn bætt sig.

„Verkefni liðsins er að gefa góða bolta á Erling útaf því að hann er svo góður að klára. Við erum heppnir að hafa hann í liðinu, líka útaf því að hann er stórkostleg manneskja, hann er ótrúlega ljúfur og góður. Hann er líka ungur og getur orðið ennþá betri. Tölfræðin hans er ótrúleg."
Athugasemdir
banner