Svíinn Jonas Lindberg, miðjumaður GAIS, segist ekki vilja mæta íslenskum mótherjum í Evrópukeppni á næsta ári og telur íslensk lið vera dæmigerðan mótherja fyrir sænsk lið.
Lindberg er lykilmaður í liði GAIS sem endaði í þriðja sæti sænsku Allsvenskunar og þar með tryggði sér í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Aðspurður í viðtali við Fotbollskanalen um hvort að hann eigi sér óskamótherja í Evrópuleikjum GAIS á næsta tímabili svaraði Lindberg:
„Maður getur mætt alls kyns liðum. Það væru nú gaman að fá að mæta einhverju spænsku liði, svo maður lendi ekki á Íslandi eða eitthvað álíka eins og sænsku liðin lenda yfirleitt í.“
Hjá Gais er Lindberg liðsfélagi Róberts Frosta Þorkelssonar en hann kom við sögu í þremur leikjum GAIS í deildinni á tímabilinu.

        
