Kristinn Narfi Björgvinsson er búinn að skrifa undir sinn fyrsta samning við Breiðablik en hann er aðeins 17 ára gamall.
Kristinn var fyrirliði 2. flokks Breiðabliks á Íslandsmótinu þrátt fyrir að vera á yngra ári í flokknum. Hann hefur eitthvað verið í kringum meistaraflokk á árinu og var meðal annars í leikmannahópi Blika í útileiknum gegn Virtus í San Marínó í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.
Kristinn fór á reynslu til Randers fyrr í haust þar sem hann gekkst undir ítarlegar skoðanir og próf og spilaði æfingaleik með liðinu.
Hann hefur æft með Breiðabliki upp alla yngra flokka félagsins sem hafsent, djúpur miðjumaður og hægri bakvörður.
Athugasemdir



