Arsenal heimsótti Slavia Prag í Meistaradeildinni í kvöld og vann öruggan sigur.
Slavia Prag byrjaði betur en Arsenal vann sig inn í leikinn og fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar varnarmaður Slavia fékk boltann í höndina. Bukayo Saka steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
Slavia Prag byrjaði betur en Arsenal vann sig inn í leikinn og fékk vítaspyrnu eftir hálftíma leik þegar varnarmaður Slavia fékk boltann í höndina. Bukayo Saka steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi.
Mikel Merino bætti öðru marki Arsenal við strax í upphafi seinni hálfleiks þegar hann skoraði með skoti eftir fyrirgjöf frá Leandro Trossard.
Merino bætti síðan við sínu öðru marki og þriðja marki Arsenal eftir frábæra sendingu inn á teiginn frá Declan Rice. Hinn 15 ára gamli Max Dowman kom inn á sem varamaður en hann er yngsti leikmaðurinn til að spila í Meistaradeildinni.
Það er rúmlega mánuður síðan Arsenal fékk á sig mark og Slavia virtist vera fá gullið tækifæri til að skora þegar vítaspyrna var dæmd þar sem Ben White fór hátt upp með fótinn en eftir skoðun í VAR var dómurinn tekinn til baka.
Arsenal fór með sigur af hólmi og er á toppi deildarinnar með 12 stig eftir fjórar umferðir. Slavia Prag er með tvö stig í 28. sæti. Napoli og Frankfurt gerðu markalaust jafntefli en bæði lið eru með fjögur stig.
Napoli 0 - 0 Eintracht Frankfurt
Slavia Praha 0 - 3 Arsenal
0-1 Bukayo Saka ('32 , víti)
0-2 Mikel Merino ('46 )
0-3 Mikel Merino ('68 )
Athugasemdir

