Pia Sundhage, sem er goðsögn í kvennafótbolta, mun ekki stýra Sviss í undankeppni HM þrátt fyrir mikla velgengni á EM.
Svissneska sambandið ákvað að endurnýja ekki samning Sundhage sem rennur út um áramótin og hún segist mjög hissa á ákvörðuninni.
Undir stjórn Sundhage, sem er 65 ára, komst Sviss í 8-liða úrslit EM en liðið hafði aldrei áður náð að komast í útsláttarkeppnina.
Sviss var í riðli með Íslandi og vann 2-0 sigur í viðureign liðanna.
Svissneska sambandið ákvað að endurnýja ekki samning Sundhage sem rennur út um áramótin og hún segist mjög hissa á ákvörðuninni.
Undir stjórn Sundhage, sem er 65 ára, komst Sviss í 8-liða úrslit EM en liðið hafði aldrei áður náð að komast í útsláttarkeppnina.
Sviss var í riðli með Íslandi og vann 2-0 sigur í viðureign liðanna.
„Ég hefði elskað að halda þessu ferðalagi áfram. Ég er hissa á þessari ákvörðun en virði hana," segir Sundhage sem er sænsk og hefur stýrt landsliðum Svíþjóðar, Bandaríkjanna og Brasilíu.
Athugasemdir




