Það er erfitt verkefni sem bíður Breiðabliks á fimmtudaginn þegar það mætir toppliði úkraínsku deildarinnar, Shaktar Donetsk, í Sambandsdeildinni. Leikurinn fer fram í Kraká í Póllandi.
Shaktar hefur skapað sér nafn fyrir góðan árangur í Evrópukeppnum en stjóri liðsins er kunnur kappi, Arda Turan, fyrrum leikmaður Galatasaray, Atletico Madrid, Barcelona og tyrkneska landsliðsins.
Turan tók við Shaktar fyrr á þessu ári en það er hans annað stjórastarf, eftir að hann stýrði Eyüpspor í Istanbúl. Shaktar er á toppi úkraínsku deildarinnar en liðið náði fjögurra stiga forystu með því að vinna Dynamo Kiev í stórleik um liðna helgi.
                
                                    Shaktar hefur skapað sér nafn fyrir góðan árangur í Evrópukeppnum en stjóri liðsins er kunnur kappi, Arda Turan, fyrrum leikmaður Galatasaray, Atletico Madrid, Barcelona og tyrkneska landsliðsins.
Turan tók við Shaktar fyrr á þessu ári en það er hans annað stjórastarf, eftir að hann stýrði Eyüpspor í Istanbúl. Shaktar er á toppi úkraínsku deildarinnar en liðið náði fjögurra stiga forystu með því að vinna Dynamo Kiev í stórleik um liðna helgi.
Heimilislausir vegna stríðsins
Sumarið 2009 var nýr og glæsilegur heimavöllur Shaktar í Donetsk tekinn í notkun, Donbas Arena. Hann hefur hinsvegar staðið auður og ekki verið í notkun síðan 2014 vegna stríðsástandsins í landinu en Donetsk hefur orðið rækilega fyrir barðinu á því.
Liðið hefur verið að flakka með að spila heimaleiki sína í Lviv, Kharkiv eða Kiev en höfuðstöðvar félagsins og æfingasvæði er nú í Kiev. Þar sem UEFA heimilar ekki Evrópuleiki í Úkraínu er Shaktar að spila heimaleiki sína í Sambandsdeildinni í Kraká í Póllandi.
Þar spilar Breiðablik gegn Shaktar á fimmtudaginn, klukkan 17:45 að íslenskum tíma. Blikar eru með eitt stig í Sambandsdeildinni eftir tvær umferðir en Shaktar hefur þrjú stig.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        
        

