Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 20:19
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Baulað hressilega á Trent á Anfield
Mynd: EPA
Liverpool og Real Madrid eigast við á Anfield í Meistaradeildinni þessa stundina.

Mikið hefur verið rætt og ritað um endurkomu Trent Alexander-Arnold til Liverpoolborgar en hann gekk til liðs við Real síðasta sumar.

Hann byrjar á bekknum í kvöld en stuðningsmenn Liverpool hafa verið mjög ósáttir við hann og létu óánægju sína í ljós þegar hann hitaði upp fyrir leikinn og bauluðu hressilega á hann.

Þegar þetta er skrifað er staðan enn markalaus eftir tæplega tuttugu mínútna leik.


Athugasemdir
banner