Keflavík hefur gert tilboð í Ásgeir Helga Orrason, leikmann Breiðabliks, og Freystein Inga Guðnason, leikmann Njarðvíkur. Frá þessu var greint í útvarpsþættinum Fótbolta.net en tilboðin sögð lág.
Ásgeir Helgi Orrason er tvítugur hafsent en hann lék á láni hjá Keflavík sumarið 2024 og var í lykilhlutverki í liði Keflavíkur sem tapaði úrslitaleik umspilsins gegn Aftureldingu.
Hann kom við sögu í sautján leikjum í Bestu-deildinni í sumar og á tvo leiki fyrir U21 landsliði Íslands, þar sem hann lék undir sínum núverandi þjálfara hjá Breiðabliki, Ólafi Inga Skúlasyni.
Freysteinn Ingi Guðnason er fæddur árið 2007 og er kantmaður. Hann kom við sögu í 21 leikjum hjá Njarðvík í sumar en liðið tapaði gegn Keflavík í undanúrslitum umspilsins í Lengjudeildinni í sumar.
Keflavík tryggði sér upp í Bestu-deildina með sigri á HK í úrslitaleik umspilsins í sumar en tímabilið hafði verið torsótt framan af en liðið endaði í 5. sæti deildarinnar.

        
            

