Leikmaður úr úrvalsdeildinni er sagður hafa verið hótað með byssu af umboðsmanni í London í september. The Athletic greinir frá þessu.
                
                
                                    Umboðsmaðurinn er 31 árs en lögreglan staðfestir að hann hafi verið handtekinn eftir atvikið sem átti sér stað þann 6. september.
Rannsókn lögreglunnar leiddi í ljós að annar maður hafi einnig verið kúgaður og hótað af sama manninum. Félag leikmannsins er meðtvitað um málið.
„Lögreglan var kölluð til klukkan 23:14 laugardaginn 6. september vegna tilkynningar um að maður á tvítugsaldri hefði verið hótað með skotvopni," segir í yfirlýsingu frá Lögreglunni í London.
„31 árs gamall maður var handtekinn mánudaginn 8. september vegna gruns um vopnaeign, fjárkúgun og akstur án ökuréttinda. Hann hefur verið látinn laus gegn tryggingu á meðan rannsókn stendur yfir.“
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        

