Markahrókurinn Erling Haaland spjallaði við fjölmiðlamenn í dag, í tilefni af Meistaradeildarleik Manchester City gegn Borussia Dortmund sem fram fer annað kvöld.
Pep Guardiola, stjóri City, hafði svarað spurningum áður en Haaland mætti í salinn og farið fögrum orðum um hann. Meðal annars hrósaði Guardiola honum fyrir að vera auðmjúkur og jarðbundinn.
Haaland var spurður út í þessi ummæli og hvort hann hefði lagt áherslu á það sjálfur að vinna í þessum hlutum?
Pep Guardiola, stjóri City, hafði svarað spurningum áður en Haaland mætti í salinn og farið fögrum orðum um hann. Meðal annars hrósaði Guardiola honum fyrir að vera auðmjúkur og jarðbundinn.
Haaland var spurður út í þessi ummæli og hvort hann hefði lagt áherslu á það sjálfur að vinna í þessum hlutum?
„Nei, fyrir mér er þetta bara eðlilegt. Ég er norskur gaur og á ekki að halda að ég sé eitthvað meira því ég skora mörk. Ég er bara Erling og það mun aldrei breytast," segir Haaland.
Hann segir að föðurhlutverkið hafi breytt sér og gefið sér meira jafnvægi, gefið honum tækifæri á að einbeita sér að einhverju öðru en fótboltanum.
Ekki nálægt Ronaldo og Messi
Haaland hefur verið magnaður á þessu tímabili og er langmarkahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 13 mörk, meira en tvöfalt fleiri en næstu menn.
Hann var spurður að því hvort hann líti á sig í sama flokki og Cristiano Ronaldo og Lionel Messi? „Nei alls ekki. Ég er langt frá því. Enginn getur komist nálægt þeim tveimur," svaraði Haaland sem segist heldur ekki vera að elta einhver met.
„Ég er ekki búinn að kynna mér einhver met. Ég hjálpa bara liðinu að vinna leiki. Það er starf mitt og einbeitingin er þar. Ég veit að þetta er leiðinlegt svar. Þið hefðuð vilja að ég hefði svarað þessu allt öðruvísi en svona er þetta," segir Haaland.
Athugasemdir




