Scott Parker þjálfari Burnley svaraði spurningum eftir tap í úrvalsdeildinni gegn toppliði Arsenal í gær.
Nýliðar Burnley, sem höfðu einungis tapað einum deildarleik á heimavelli síðustu 18 mánuði, réðu ekki við ógnarsterkt lið Arsenal og töpuðu 0-2. Viktor Gyökeres skoraði fyrra markið eftir hornspyrnu og innsiglaði Declan Rice sigurinn eftir skyndisókn.
„Við byrjuðum þennan leik mjög vel í dag en vorum alltof lengi að jafna okkur eftir að við lentum undir. Við vorum ekki nógu góðir eftir fyrsta markið en áttum svo frábæran seinni hálfleik," sagði Parker að leikslokum.
„Mér fannst við vera inni í leiknum allan tímann og ég er virkilega ánægður með frammistöðuna í seinni hálfleik. Það er mikilvægt að við séum samkeppnishæfir gegn bestu liðunum, við sköpuðum alvöru vandamál fyrir Arsenal eftir leikhlé. Við vorum sterkara liðið á köflum en náðum ekki að skora."
Burnley er með 10 stig eftir 10 fyrstu umferðirnar á nýju tímabili, fjórum stigum fyrir ofan fallsvæðið.
„Fyrir tímabilið þá hefði ég samþykkt að vera með 10 stig eftir 10 umferðir. Liðið er að verða betra með hverri vikunni sem líður og við munum gera allt í okkar valdi til að forðast fall."
Burnley hafði unnið tvo leiki í röð fyrir tapið í gær.
„Við vissum að við vorum að mæta topp liði með ótrúlega gæðamikla leikmenn innanborðs. Við æfðum varnarleikinn í föstum leikatriðum mjög mikið alla vikuna og þess vegna voru strákarnir svona svekktir með að fá fyrra markið á sig.
„Þeir eru ótrúlega öflugir í föstum leikatriðum. Þeir eru með leikmann sem getur sent boltann hvert sem hann vill (Declan Rice) og mikið af stórum og sterkum leikmönnum sem kunna að tímasetja hlaupin sín fullkomlega. Það er ekki auðvelt að verjast þessu."
01.11.2025 16:59
England: Amad bjargaði stigi fyrir Man Utd - Arsenal styrkir stöðu sína
Athugasemdir




