Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 21:58
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Antony allt í öllu í öruggum sigri
Mynd: EPA
Real Betis 3 - 0 Mallorca
1-0 Antony ('10)
2-0 Antony ('34)
3-0 Abde Ezzalzouli ('37)

Real Betis mætti Mallorca í síðasta leik dagsins í spænska boltanum og var brasilíski kantmaðurinn Antony á sínum stað í byrjunarliðinu.

Antony skoraði fyrsta mark leiksins strax á tíundu mínútu og tvöfaldaði svo sjálfur forystuna áður en hann lagði þriðja markið upp fyrir Abde Ezzalzouli. Antony er þar með búinn að skora fjögur mörk og gefa eina stoðsendingu í síðustu þremur deildarleikjum Betis.

Bæði mörk Antony komu með góðum skotum utan vítateigs áður en hann lagði upp fyrir Ezzalzouli með lágri fyrirgjöf.

Betis leiddi því 3-0 í leikhlé og tókst ekki að bæta fleiri mörkum við. Antony var skipt af velli á 83. mínútu.

Betis er í fimmta sæti La Liga eftir þennan sigur, þremur stigum á eftir Atlético Madrid sem situr í meistaradeildarsæti.

Mallorca er í fallbaráttu með 9 stig eftir 11 umferðir.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
3 Villarreal 11 7 2 2 22 10 +12 23
4 Atletico Madrid 11 6 4 1 21 10 +11 22
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 11 5 3 3 15 13 +2 18
7 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
8 Alaves 11 4 3 4 11 10 +1 15
9 Elche 11 3 5 3 12 13 -1 14
10 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
11 Athletic 11 4 2 5 11 13 -2 14
12 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
13 Sevilla 11 4 1 6 17 19 -2 13
14 Real Sociedad 11 3 3 5 13 16 -3 12
15 Osasuna 10 3 1 6 9 12 -3 10
16 Levante 11 2 3 6 15 20 -5 9
17 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
18 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
19 Girona 11 1 4 6 10 24 -14 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner