Kane til Barca - Arsenal og Barcelona fylgjast með ungstirni - Liverpool með augastað á Kevin - Branthwaite til Man Utd?
   mán 03. nóvember 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Farke: Sóknarmennirnir áttu ekki sinn besta leik
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Daniel Farke þjálfari Leeds United var vonsvikinn eftir 3-0 tap gegn Brighton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Nýliðar Leeds eru með 11 stig eftir 10 fyrstu umferðirnar á úrvalsdeildartímabilinu.

„Það er óþarfi að fara of djúpt ofan í saumana á þessum leik. Þeir voru betra liðið og áttu skilið að vinna leikinn, við óskum þeim til hamingju. Við byrjuðum leikinn illa og þeir tóku forystuna, eftir það var þetta mjög erfitt. Brighton er lið sem vill fá andstæðinginn á sig áður en þeir vinna boltann og sækja hratt, þeir eru frábærir í þessu og refsuðu okkur," sagði Farke.

„Þetta var ekki okkar dagur og við þurfum að taka þessu tapi. Við vorum langt frá okkar besta bæði sem einstaklingar og sem liðsheild.

„Við vorum jafn mikið með boltann og þeir og fengum fleiri hornspyrnur, en þeir gerðu meira við boltann. Þeir sköpuðu fleiri og betri færi og nýttu þau. Þeir voru gæðameiri á boltanum heldur en við.

„Við sköpuðum ekki nægilega mikið og föstu leikatriðin okkar voru léleg. Svona dagar geta komið fyrir þegar sóknarmennirnir eru ekki að eiga sinn besta leik."


Leeds heimsækir Nottingham Forest í fallbaráttuslag um næstu helgi.

„Það eru 38 leikir á tímabilinu og við þurfum að ná í eitt stig úr leik að meðaltali til að halda okkur í deildinni. Við verðum að undirbúa okkur sem best fyrir hvern leik og við munum reyna okkar besta í Nottingham."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
5 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
6 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
7 Sunderland 9 5 2 2 11 7 +4 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
15 Everton 9 3 2 4 9 12 -3 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner