Thorsten Wirth umboðsmaður Nicolas Fullkrug segir að það sé rökrétt að þýski framherjinn yfirgefi West Ham á næsta ári.
Þessi 32 ára gamli framherji hefur verið í vandræðum síðan hann gekk til liðs við West Ham frá Dortmund fyrir 27 milljónir punda í fyrra.
                
                                    Þessi 32 ára gamli framherji hefur verið í vandræðum síðan hann gekk til liðs við West Ham frá Dortmund fyrir 27 milljónir punda í fyrra.
Meiðsli hafa sett strik í reikninginn en hann hefur aðeins skorað sjö mörk í 27 leikjum. Hann á enn eftir að skora í sjö leikjum sem hann hefur komið við sögu í á þessu tímabili.
„þegar við lítum til baka verður við að segja að þetta hafi ekki gengið upp. Það þýðir ekkert að gera lítið úr því. Það er rökrétt að breyta til en það verður gert í samráði við félagið," sagði Wirth.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
        

