Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 04. nóvember 2025 11:40
Kári Snorrason
Neymar ekki valinn í brasilíska landsliðshópinn
Neymar hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár.
Neymar hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár.
Mynd: EPA

Carlo Ancelotti hefur opinberað lansdliðshóp sinn sem mætir Senegal og Túnis í vináttuleikjum. Hinn 33 ára gamli Neymar var ekki valinn í hópinn en hann hefur ekki verið viðloðandi landsliðið í tvö ár. 

Neymar hefur glímt við mikil meiðsli undanfarin ár en hann sleit krossband fyrir um tveimur árum og hefur óheppnin fylgt honum síðan þá. 

Hann sneri aftur á völlinn um síðastliðna helgi og spilaði rúmar tuttugu mínútur með félagsliði sínu, Santos í Brasilíu, eftir að hafa verið fjarverandi í rúman mánuð vegna meiðsla. 

Ancelotti var spurður á blaðamannafundi brasilíska landsliðsins út í Neymar og sagði að hann hefði ekki talað við leikmanninn en staðan verður metin að nýju þegar hann verður búinn að ná sér að fullu.

Ancelotti tók við brasilíska landsliðinu fyrr á þessu ári. Hann skrifaði undir samning sem gildir út HM næsta sumar sem fram fer í Kanada, Bandaríkjunum og Mexíkó en gaf í skyn í viðtali nýverið að hann vildi framlengja við brasilíska knattspyrnusambandið.



Athugasemdir
banner
banner