Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, hefur brugðist við gagnrýni Wayne Rooney, sem sagði hann og Mohamed Salah ekki hafa tekist að leiða liðið áfram á þessu tímabili.
Van Dijk segir ummæli Rooney vera letilega gagnrýni og bendir á að Rooney hafi þagað þegar liðið gekk vel.
Rooney gagnrýndi þá félaga harðlega eftir fjórða tap Liverpool í röð, gegn Brentford um þar síðustu helgi, en Van Dijk var spurður út í ummælin eftir sigur Liverpool á Aston Villa um helgina.
„Ég heyrði ekki í honum í fyrra. Þetta særir mig ekkert. Rooney er auðvitað mikil goðsögn, ég get ég aðeins sagt jákvæða hluti um hann. En mér finnst þessi athugasemd vera merki um lata gagnrýni ef ég á að vera hreinskilinn.
Það er auðvelt að kenna öðrum leikmönnum um, en hann veit að við erum öll saman í þessu, reynum að hjálpast að til að komast út úr þessari stöðu. Í fyrra, þegar hlutirnir gengu vel, heyrðist ekkert af þessu.“
Þá heldur Van Dijk áfram og segir sérfræðinga verða að vinna vinnuna sína og ber virðingu fyrir skoðun Rooney.



