Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
   sun 02. nóvember 2025 16:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Gísli: Breiðablik hafði ekki áhuga á að semja
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gísli Eyjólfsson skrifaði á föstudag undir þriggja ára samning við ÍA. Hann er uppalinn hjá Breiðabliki og fór frá Blikum til Halmstad eftir tímabilið 2023.

Hann var spurður hvort það hefði verið áhugi frá öðrum félögum og hvort hann hefði tekið samtalið við Breiðablik þegar ljóst var að hann væri á leið heim til Íslands.

„Það voru önnur lið já, en ekkert eins spennandi og ÍA. Breiðablik er auðvitað uppeldisfélagið mitt og mér fannst ég skulda þeim að tala við þá fyrst. Þá fékk ég þau svör að þeir voru vel mannaðir í minni stöðu og vildu gleðja stuðningsmenn með breytingum og þeir hefðu ekki áhuga að bjóða mér samning, þannig það fór ekki lengra."

„Ég verð samt alltaf Bliki í hjarta og óska félaginu og vinum mínum þar alls hins besta,"
segir Gísli.
Athugasemdir
banner
banner