Logi Tómasson spilaði 75 mínútur þegar Samsunspor vann Konyaspor 3-1 í tyrknesku deildinni. Samsunspor er með 20 stig í 4. sæti eftir 11 umferðir.
Lúkas Petersson var í markinu hjá varaliði Hoffenheim þegar liðið vann Mannheim í þýsku C-deildinni. Liðið er í 5. sæti með 21 stig eftir 13 umferðir.
Lúkas Petersson var í markinu hjá varaliði Hoffenheim þegar liðið vann Mannheim í þýsku C-deildinni. Liðið er í 5. sæti með 21 stig eftir 13 umferðir.
Kristófer Jónsson var í byrjunarliði Triestina sem tapaði 1-0 gegn Brescia í ítölsku C-deildinni. Triestina er á boninum með mínus tíu stig.
Valgeir Lunddal Friðriksson er á meiðslalistanum hjá Dusseldorf sem gerði 1-1 jafntefli gegn Kaiserslautern í næst efstu deild í Þýskalandi. Brynjar Ingi Bjarnason er á meiðslalistanum hjá Greuther Furth sem tapaði 2-1 gegn Paderborn. Dusseldorf er í 13. sæti með 11 stig eftir 11 umferðir. Greuther Furth er með tíu stig í 16. sæti.
Athugasemdir



