Anton Ingi Rúnarsson hefur verið ráðinn nýr þjálfari kvennaliðs Fram og tekur við af Óskari Smára Haraldssyni sem lét af störfum og tók við Stjörnunni.
Fram hafnaði í áttunda sæti í Bestu deild kvenna í sumar.
Fram hafnaði í áttunda sæti í Bestu deild kvenna í sumar.
Anton Ingi er 29 ára og hefur starfað við þjálfun hjá Grindavík frá 2019. Hann þjálfaði kvennaliðið í tvö ár og var yfirþjálfari yngri flokka félagsins.
Anton Ingi stýrði karlaliði Grindavíkur í síðustu tveimur leikjunum á þessu tímabili en liðið náði að halda sér uppi í Lengjudeildinni.
Í kveðjupistli á Facebook sagði hann frá því hvernig hefði verið að vinna við krefjandi aðstæður vegna þeirra jarðhræringa sem hafa verið í Grindavík.
„Sem yfirþjálfari tók ég að mér mörg verkefni og mikla vinnu svo hægt væri að halda yngri flokka starfinu gangandi meðan óvissan var sem mest, viku eftir fyrstu rýminguna þann 10. nóvember var æfingataflan klár. Æft var á níu mismunandi svæðum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið með alla flokka Grindavíkur sem verður að teljast ótrúlegt afrek og eigum við knattspyrnuhreyfingunni og samfélaginu öllu mikið að þakka. En nóg af þeim skrifum enda væri hægt að skrifa góða bók um þau viðburðaríku tvö ár," segir Anton.
„Á þeim 8 árum sem ég starfaði fyrir Grindavík hef ég náð þeim áfanga að hafa stýrt hverjum einasta yngri flokk karla og kvennamegin i mótsleik, orðið íslandsmeistari með 5.flokk og gengt stöðu yfirþjálfara yngri flokka ásamt því að hafa þjálfað meistaraflokk kvenna í tvö tímabil. Í sumar kom svo eina verkefnið sem vantaði uppá en þá stýrði ég meistaraflokki karla ásamt Markó í síðustu tveimur leikjunum í Lengjudeildinni í sumar þar sem við náðum því, sem nánast "allir" töldu ómögulegt verkefni,að halda liðinu uppi og tel ég það góðan endi á mínum þjálfaraferli hjà Grindavík. Á þessum tíma hef ég unnið með mörgu frábæru fólki og þakka þeim kærlega fyrir samstarfið."
Athugasemdir



